Keppni dagsins í heimsbikarnum í skíðagöngu var 15 km með hefðbundinni aðferð. Snorri Einarsson hóf leik nr. 4 í röðinni af alls 86 keppendum og þegar upp var staðið endaði hann í 65.sæti. Ljóst er að Snorri á mikið inni en hann var langt frá sínu besta í dag.
Úrslit dagsins má sjá hér.
Á morgun fer fram 15 km með frjálsri aðferð og eltiræsingu. Ræst er út kl.11:50 að íslenskum tíma og er Snorri nr. 66 í rásröðinni.
Hægt er að fylgjast með lifandi tímatöku hér ásamt því að horfa í sjónvarpinu á stöðvum eins og Eurosport, NRK og SVT.
Allar upplýsingar og úrslit má finna hér.