Í dag fór fram síðasta keppnin sem okkar keppendur taka þátt í á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum sem fram fer í Lahti í Finnlandi. Eins og í gær voru aðstæður nokkuð erfiðar, mikill hiti er í Lahti og smá rigning var í dag. Keppt var í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð með einstaklingsræsingu.
Snorri Einarsson endaði í 43.sæti eftir að hafa haft rásnúmer 17. Snorri byrjaði gönguna virkilega vel og var í 21.sæti eftir fyrsta millitíma sem var eftir 1,5 km. Eftir þetta gaf Snorri aðeins eftir og að lokum endaði hann í 43.sæti.
Heildarúrslit má sjá hér.
Árangurinn hjá Snorra Einarssyni hefur verið virkilega góður, 39. og 43.sæti á HM. Íslenski hópurinn hefur því lokið keppni og heldur heim á leið á morgun.