Skíðasamband Íslands í samstarfi við Björgunarskóla Landsbjargar standa fyrir snjóflóðanámskeiði fyrir fjallaskíðaunnendur. Fjallaskíði hafa undanfarin ár orðið vinsælli með hverju árinu sem líður. Fjöldinn allur af skíðafólki er farinn að ganga hér og þar á fjöll en mis vel á veg komin í öryggismálum. Námskeiðið samsvarar Snjóflóð 1 námskeiði frá Björgunarskóla Landsbjargar og er grunn námskeið í snjóflóðafræðum. Við hjá Skíðasambandi Íslands viljum stuðla að öruggri fjallaskíðamennsku í okkar fallegu náttúru og hvetjum því sem flesta að sækja snjóflóðanámskeið, hvort sem er hjá okkur eða öðrum.
Námskeiðið fer fram í Reykjavík helgina 10.-11.mars 2017. Námskeiðsgjald er 30.000 kr.
Allar skráningar skal senda á ski@ski.is og skráningarfrestur er til og með 8.mars 2017. Námskeiðsgjald þarf að greiða við skráningu og fæst einungis 50% endurgreitt ef viðkomandi hættir við eftir að skráningarfrestur rennur út. Nánari dagskrá og tímasetningar verður sent á alla þátttakendur eftir að skráningarfresti lýkur. Lágmarksfjöldi nemanda á námskeiðið skal vera 6 og að hámarki 18.
Dagskrá:
Föstudagskvöld: Bóklegur hluti
Laugardagur: Verklegur hluti
Lýsing námskeiðs frá Björgunarskóla Landsbjargar:
Námskeiðið er grunnnámskeið ætlað nýliðum björgunarsveita, eldri félögum sem vilja rifja upp grunnatriði, ferðaþjónustunni og almenningi. Námskeiðslengd er u.b.þ. 12 klst., þar af bóklegur hluti 3-4 klst. og verkleg útikennsla u.þ.b. 8 klst. Þó getur tímalengd verklega hlutans ráðist af veður- og snjóaðstæðum hverju sinni.
Námskeiðið byggir á eftirfarandi námskeiðsþáttum:
Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendur hæfa til að taka þátt í snjóflóðaleit og björgun úr snjóflóðum og að þeir
tileinki sér grunnatriði í mati á snjóflóðahættu.
Námsgögn:
Björgunarskólinn gefur út námsbók í faginu sem fylgir námskeiðinu. Einnig stendur nemendum til boða glærusafn sem fyrirlestrahluti námskeiðsins er byggður á. Nemendur þurfa að hafa með sér a.m.k. einn snjóflóðaýli, snjóflóðastöng og snjóflóðaleitarskóflu á hvern þátttakenda. Fatnaður og annar almennur búnaður til útiveru í einn dag í vetraraðstæðum.
Forkröfur:
Engar forkröfur eru gerðar fyrir þetta námskeið.
Mat:
Nemendur eru símetnir á námskeiðinu m.t.t. framgöngun þeirra á námskeiðinu, enda lögð mikil áhersla á að nemendur sitji allt námskeiðið. Þá er lagt fyrir stutt mat á þekkingu nemenda í lok námskeiðs.
Réttindi:
Námskeiðið veitir engin sérstök réttindi.
Kennsla:
Námskeiðið fer fram innan- og utandyra. Bóklegi hlutinn er kenndur í sal en verklegi hlutinn utandyra. Miðað er við að bóklega kennslan fari fram að kvöldi dags og verklegi hlutinn sé kenndur frá morgni og fram á seinnipart dags. Þó ráða aðstæður hverju sinni kennslutilhögun. Fjöldi nemanda á leiðbeinanda skal vera á bilinu 6 - 8. Lágmarksfjöldi nemanda á námskeiðið skal vera 6 og að hámarki 18. Námskeiðið er kennt af leiðbeinendum sem lokið hafa Fagnámskeiði í snjóflóðum eða sambærilegu og hafa gild leiðbeinendaréttindi fyrir grunn- og framhaldsnámskeið í snjóflóðum.
Ath. að leiðbeinandi ákveður hverju sinni hvort aðstæður séu viðunandi til kennslu.