Snjóbrettamót Íslands - Úrslit í risastökki (big air)

Kolbeinn Þór Finnsson á góðu flugi í risastökkinu (big air) í dag
Kolbeinn Þór Finnsson á góðu flugi í risastökkinu (big air) í dag

Snjóbrettamóti Íslands lauk í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag með keppni í risastökki (big air).

Keppt var í flokkum U13, U15, U17 og opnum flokki, karla og kvenna.  Í risastökki er stokkið af einum stórum palli og var fluglengdin á stóra pallinum í dag heilir 14 metrar.  Farnar voru þrjár umferðir, þar sem besta stökk hvers keppenda taldi.  Veður var gott í Hlíðarfjalli í dag, þó nokkuð erfitt skyggni væri fyrir svona stór stökk.

Myndir frá mótinu í dag má sjá inná FB-síðu Brettadeildar SKA, hér

Öll úrslit frá Snjóbrettamóti Íslands má sjá í skjali, hér


Úrslit í risa stökki (big air) í dag:

Opinn flokkur - karla:
1. Baldur Vilhelmsson - SKA - 89,0 stig
2. Marinó Kristjánsson - Breiðablik - 78,33 stig
3. Tómas Orri Árnason - SKA - 70,33 stig

Opinn flokkur kvenna:
1. Anna Kamilla Hlynsdóttir - BFH - 79,67 stig
2. Lilja Rós Steinsdóttir - SKA - 58,33 stig
3. Unnur Sólveig Hlynsdóttir - BFH - 41,67 stig

U17 flokkur - karla:
1. Baldur Vilhemsson - SKA - 89,0 stig
2. Kolbeinn Þór Finnsson - SKA - 69,0 stig
3. Páll Rist Aubergy - BFH - 48,33 stig

U17 flokkur - kvenna:
1. Lilja Rós Sveinsdóttir - SKA - 58,33 stig

U15 flokkur - karla:
1. Bjartur Snær Jónsson - SKA - 56,00 stig 
2. Arnór Dagur Þóroddsson - BFH - 41,67 stig
3. Stefán Jón Ólafsson - Tindastóll - 33,33 stig

U15 flokkur - kvenna:
1. Anna Kamilla Hlynsdóttir - BFH - 79,67 stig
2. Unnur Sólveig Hlynsdóttir - BFH - 40,67 stig
3. Bergdís Steinþórsdóttir - BFF - 30,00 stig

U13 flokkur - karla:
1. Arnar Bjarki Björgvinsson - BFF - 60,00 stig 
2. Hafsteinn Heimir Óðinsson - SKA - 53,33 stig
3. Reynar Hlynsson - BFH - 50,67 stig

U13 flokkur - kvenna:
1. Alís Helga Daðadóttir - SKA - 20,67 stig
2. Júlíetta Iðunn Tómasdóttir - SKA - 16,67 stig

Við óskum öllum þátttakendum, starfsmönnum sem og verðlaunahöfum til hamingju með glæsilegt mót.

Nýrkýndum Íslandsmeisturum 2019 óskum við innilega til hamingju með titililinn.  

Stöðu í bikarkeppni má sjá hér.