Um helgina fór fram fyrsta Snjóbrettamót Íslands. Undanfarin ár hafa snjóbretti verið hluti af UMÍ fyrir yngri aldursflokka en ekkert landsmót hefur verið fyrir fullorðinsflokka. Ákveðið var á Skíðaþingi 2017 að stofna nýtt landsmót sem væri einungis fyrir snjóbretti og á sama tíma fyrir alla aldursflokka.
Upphaflega átti að keppa í risa stökki (big air) á laugardag og brettastíl (slopestyle) á sunnudag. Seint á föstudag var tekin ákvörðun um að hafa báðar greinar á sunnudag þar sem óhagstæð spá var fyrir laugardag. Í morgun var svo keppt í brettastíl en því miður þurfti að aflýsa risa stökkinu þar sem lítið skyggni og mikill vindur var á svæðinu. Mótið var sett upp sem alþjóðlegt FIS mót og gaf því alþjóðleg FIS stig og á sama tíma alþjóðleg WSPL stig.
Hér að neðan má sjá helstu úrslit en öll úrslit eru komin inn hér. Einnig eru FIS úrslit komin inn sem má sjá hér.
Búið er að reikna bikarstig, þau má skoða hér.
U13 stúlkur
1. Valdís Harpa Reynisdóttir 52,25 stig - BFH
2. Bergdís Steinþórsdóttir 39,50 stig - BFF
3. Rakel Heimisdóttir 38,00 stig - BFH
U13 drengir
1. Borgþór Ómar Jóhannsson 56,25 stig - BFH
2. Hafsteinn Heimir Óðinsson 50,75 stig - SKA
3. Reynar Hlynsson 44,00 stig - BFH
U15 stúlkur
1. Anna Kamilla Hlynsdóttir 65,75 stig - BFH
2. Monika Rós Martin 46,25 stig - BFH
3. Unnur Sólveig Hlynsdóttir 35,25 stig - BFH
U15 drengir
1. Benedikt Friðbjörnsson 57,25 stig - SKA
2. Birkir Þór Arason 50,00 stig - SKA
3. Kolbeinn Þór Finnsson 49,00 stig - SKA
U17 stúlkur
1. Vildís Edwinsdóttir 66,75 stig - BFH
2. María Kristinsdóttir 45,25 stig - BFH
U17 drengir
1. Tómas Orri Árnason 67,50 stig - SKA
2. Bjarki Arnarsson 60,00 stig - SKA
3. Ástvaldur Ari Guðmundsson 48,25 stig - SKA
Karlaflokkur
1. Egill Gunnar Kristjánsson 68,25 stig - BFH
2. Oddur Vilberg Sigurðsson 28,00 stig - BFH