Um helgina mun Snjóbrettamót Íslands fara fram í Hlíðarfjalli við Akureyri. Keppt verður til Íslandsmeistara í Slopetyle (brettastíl) á laugardaginn og BigAir( risastökki) á sunnudaginn. Keppt verður í flokkum U13, U14, U15, U17 og fullorðinsflokki.
Dagskrá:
Laugardagur 16. mars - Slopestyle
9:00 æfingar
10:00 keppni hefst
13:00 áætlað að keppni ljúki
17:00 Stökkpúði fyrir aftan skautahöllina - opið fyrir keppendur
20:00 Verðlaunaafhending fyrir aftan skautahöllina ef veður leyfir (Rósenborg sem varastaður).
Sunnudagur 17. mars - BigAir
9:00 æfingar
10:00 keppni hefst
13:30 Verðlaunaafhending við Skíðahótelið