SMÍ lauk með boðgöngu

A-sveit Skíðafélags Akureyrar sigraði 11 árið í röð
A-sveit Skíðafélags Akureyrar sigraði 11 árið í röð

Síðust keppnisgrein í skíðagöngu og jafnframt síðasta grein á Skíðamóti Íslands 2017 var boðganga. Aðstæður voru mjög erfiðar, en það snjóaði mikið og var mikið af lausum snjó í brautinni. Þrír keppendur gengu fyrir hverja sveit og fóru konurnar 3,5 km hver á meðan karlarnir fóru 7,5 km hver. Lítil spenna var í dag og vann sveit Ísafjarðar sannfærandi sigur í kvennaflokki og A-sveit Akureyrar vann einnig þægilegan sigur í karlaflokki. Einungis voru tvær sveitir í kvennaflokki og fjórar í karlaflokki. Var þetta 11 árið í röð sem A-seit Akureyrar vinnur á karlaflokki.

Konur
1. Skíðafélag Ísfirðinga - 0:33:09 - Hólmfríður Vala Svavarsdóttir (H), Sólveig María Aspelund (F) og Anna María Daníelsdóttir (F).
2. Skíðafélag Akureyrar -  0:36:48 - Bryndís Inda Stefánsdóttir (H), Gígja Björnsdóttir (F) og Veronika Lagun (F).

Karlar
1. Skíðafélag Akureyrar (A-sveit) - 1:09:16 - Vadim Gusev (H), Gísli Einar Árnason (F) og Brynjar Leó Kristinsson (F).
2. Skíðafélag Ísfirðinga - 1:10:30 - Daníel Jakobsson (H), Dagur Benediktsson (F) og Albert Jónsson (F).
3. Skíðagöngufélagið Ullur - 1:21:49 - Jón Ólafur Sigurjónsson (H), Einar Ólafsson (F) og Sturla Björn Einarsson (F).
4. Skíðafélag Akureyrar (B-sveit) - 1:28:16 - Ólafur H. Björnsson (H), Andri Teitsson (F) og Arnar Ólafsson (F).