Keppni í alpagreinum á Skíðamóti Íslands lauk í dag með keppni í samhliðasvigi. Keppt var á Dalvík við góðar aðstæður.
Matthias Kristinsson hélt uppteknum hætti og sigraði samhliðasvigið og vann hann því allar keppnirnar á Skíðamóti Íslands. Hann sigraði Gauta Guðmundsson úr KR í úrslitum. Í kvennaflokki sigraði Fríða Kristín Jónsdóttir frá Skíðafélagi Akureyrar en þetta er hennar fyrsti íslandsmeistaratitill í fullorðinsflokki.
Konur
1. Fríða Kristín Jónsdóttir - SKA
2. Harpa María Friðgeirsdóttir - Ármann
3. Elín Elmarsdóttir Van Pelt - Víkingur
Karlar
1. Matthias Kristinsson - SÓ
2. Gauti Guðmundsson - KR
3. Jón Erik Sigurðsson - Fram