Skíðamót Íslands hélt áfram í dag með keppni í hefðbundinni göngu. Konur gengu 10 km og karlar 15 km en í dag var notast við einstaklingsræsingu, þar sem einn fer af stað í einu með 30 sekúndna millibili.
Þau Elsa Guðrún Jónsdóttir og Snorri Einarsson sigruðu og það nokkuð örugglega. Er þetta fyrsti íslandsmeistaratitillinn hjá Elsu síðan 2018 en langt frá því að vera sá fyrsti enda verið fremsta skíðagöngukona Íslands um árabil. Snorri var svo að vinna sinn fjórða íslandsmeistaratitil í röð með hefðbundinni aðferð.
Öll úrslit frá Skíðamóti Íslands í skíðagöngu má finna hér í mótakerfinu.
Á morgun fer fram sprettganga sem átti upphaflega að fara fram á föstudaginn.
Konur
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - SÓ
2. Salóme Grímsdóttir - Ullur
3. Birta María Vilhjálmsdóttir - SKA
Karlar
1. Snorri Einarsson - Ullur
2. Dagur Benediktsson - SFÍ
3. Albert Jónsson - SFÍ
17-18 ára stúlkur
1. Birta María Vilhjálmsdóttir - SKA
17-18 ára drengir
1. Fróði Hymer - Ullur
2. Ástmar Helgi Kristinsson - SFÍ
15-16 ára stúlkur
1. Árný Helga Birkisdóttir - SFS
2. María Kristín Ólafsdóttir - Ullur
3. Sigríður Dóra Guðmundsdóttir - Ullur
15-16 ára drengir
1. Grétar Smári Samúelsson - SFÍ
2. Róbert Bragi Kárason - SKA
3. Birkir Kári Gíslason - SKA
13-14 ára stúlkur
1. Svava Rós Kristófersdóttir - SÓ
2. Dagný Emma Kristinsdóttir - SFÍ
3. Guðrún Ósk Auðunsdóttir - SÓ
13-14 ára drengir
1. Árni Helgason - SÓ
2. Eyþór Freyr Árnason - SFÍ
3. Stefán Þór Birkisson - SFS