Keppni hélt áfram í skíðagöngu á Skíðamóti Íslands í dag á Ísafirði. Fyrirkomulagið var 5/10 km með frjálsri aðferð og hópræsingu. Á sama tíma og keppt er til Íslandsmeistara er Skíðamót Íslands einnig alþjóðleg FIS mót og nokkrir erlendir keppendur eru meðal keppenda.
Íslandsmeistarar með frjálsri aðferð eru þau Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson, bæði úr Skíðagöngufélaginu Ulli.
Í karlaflokki sigraði Snorri Eyþór Einarsson nokkuð örugglega en gríðarleg spenna var um 2.sætið. Þar kepptu þeir Dagur Benediktsson og Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson mikið. Nánast alla gönguna var Dagur á undan Ragnari en að lokum fór að Ragnar tók Dag á lokasprettinum. Svo jafnir voru þeir að nota þurfti myndbands úrskurð til að greina á milli hvor hefði verið á undan.
Í kvennaflokki sigraði Kristrún Guðnadóttir sannfærandi í keppni til Íslandsmeistara en í alþjóðlega mótinu var keppnin mjög jöfn milli hennar og Karin Björnlinger frá Svíþjóð. Kristrún hafði hana á lokasprettinum en eins og hjá körlunum þurfti myndbands úrskurð, svo jafnar voru þær.
Úrslit frá Skíðamóti Íslands:
5 km F Mst - Konur
1. Kristrún Guðnadóttir - Skíðagöngufélagið Ullur
2. Gígja Björnsdóttir - Skíðafélag Akureyrar
3. Anna María Daníelsdóttir - Skíðafélag Ísfirðinga
10 km F Mst - Karlar
1. Snorri Eyþór Einarsson - Skíðagöngufélagið Ullur
2. Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson - Skíðafélag Akureyrar
3. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísfirðinga
Öll úrslit má sjá hér.
Á morgun fer fram 10/15 km ganga með hefðbundinni aðferð og einstaklingsræsingu. Keppni hefst kl.12:00 hjá konum og kl.12:45 hjá körlum.