SMÍ 2018 - Hólmfríður Dóra og Gísli Rafn sigruðu í stórsvigi

Gísli Rafn Guðmundsson og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir
Gísli Rafn Guðmundsson og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir

Í dag hófst keppni á Skíðamót Íslands í alpagreinum þegar keppt var í Skálafelli í stórsvigi. Eins og í fyrri greinum mótsins var frábært veður og færið einnig mjög gott.

Íslandsmeistarar í stórsvigi
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Gísli Rafn Guðmundsson.

Í kvennaflokki voru þær Andrea Björk Birkisdóttir og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í sérflokki en einungis skildi 11/100 úr sekúndu á milli þeirra eftir fyrri ferðina. Seinni ferðin hjá Hólmfríði var hinsvegar frábært og að lokum tryggði hún sér sannfærandi sigur og um leið hennar fyrsta íslandsmeistaratitil í kvennaflokki. Harpa María Friðgeirsdóttir endaði í þriðja sæti en þess má geta að hún er systir Hólmfríðar Dóru.
Í karlaflokki var einnig spenna en meira um dramantík. Eftir fyrir ferðina leiddi Bjarki Guðmundsson en fast á hæla hans komu þeir Sigurður Hauksson og Gísli Rafn Guðmundsson. Í seinni ferðinni átti Gísli Rafn góða ferð en Sigurði og Bjarka hlekktist á með þeim afleiðingum að hvorugur þeirra kláraði sína ferð. Gísli Rafn stóð því uppi sem sigurvegari en þetta er hans fyrsti íslandsmeistaratitill í karlaflokki. Björn Ásgeir Guðmundsson endaði í öðru sæti, en hann er einmitt bróðir hans Gísla Rafns. Georg Fannar Þórðarson átti góða seinni ferð sem skilaði honum í þriðja sæti.

Konur
1. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Ármann
2. Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
3. Harpa María Friðgeirsdóttir - Ármann

18-20 ára stúlkur
1. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - Ármann
2. Andrea Björk Birksdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
3. Katla Björg Dagbjartsdóttir - Skíðafélag Akureyrar

16-17 ára stúlkur
1. Harpa María Friðgeirsdóttir - Ármann
2. María Finnbogadóttir - Tindastóll
3. Agla Jóna Sigurðardóttir - Breiðablik

Karlar
1. Gísli Rafn Guðmundsson - Ármann
2. Björn Ásgeir Guðmundsson - Ármann
3. Georg Fannar Þórðarson - Skíðaráð Reykjavíkur

18-20 ára drengir
1. Björn Ásgeir Guðmundsson - Ármann
2. Georg Fannar Þórðarson - Skíðaráð Reykjavíkur
3. Bjarki Guðjónsson - Skíðafélag Akureyrar

16-17 ára drengir
1. Tandri Snær Traustason - Skíðaráð Reykjavíkur
2. Darri Rúnarsson - Skíðafélag Akureyrar
3. Andrés Nói Arnarson - Ármann

Heildarúrslit
Konur
Karlar

Öll FIS úrslit verður hægt að sjá hér.

Búið er að reikna bikarstig fyrir daginn og þau er hægt að sjá hér. Bikarkeppnin klárast á morgun með keppni á svigi á Skíðamóti Íslands.

SKÍ var með beina útsendingu frá mótinu og hægt er að sjá upptökur frá mótinu.
Fyrri ferð má finna hér.
Seinni ferð má finna hér.