Rétt í þessu lauk keppni í skíðagöngu með frjálsri aðferð á Skíðamóti Íslands. Að þessu sinni var notast við hópræsingu ólíkt göngunni í gær þar sem ræst var út með einstaklingsræsingu. Farinn var 5 km hringur og tóku konur tvo hringi á meðan karlarnir fóru þrjá. Eins og undanfarna daga var veður og aðstæður mjög hagstætt.
Íslandsmeistarar með frjálsri aðferð
Elsa Guðrún Jónsdóttir og Snorri Eyþór Einarsson
Elsa Guðrún vinnur því allar einstaklingsgöngurnar á Skíðamóti Íslands þetta árið. Á morgun fer fram liðasprettur sem er jafntframt síðast greinin á SMÍ 2018.
Hér er hægt að finna öll úrslit frá keppni í skíðagöngu á Skíðamóti Íslands.
Konur - 10 km
1. Elsa Guðrún Jónsdóttir - Skíðafélag Ólafsfjarðar
2. Kristrún Guðnadóttir - Skíðagöngufélagið Ullur
3. Sólveig María Aspelund - Skíðafélag Ísfirðinga
19-20 ára stúlkur - 10 km
1. Gígja Björnsdóttir - Skíðafélag Akureyrar
17-18 ára stúlkur - 10 km
1. Fanney Rún Stefánsdóttir - Skíðafélag Akureyrar
2. Anna María Daníelsdóttir - Skíðafélag Ísfirðinga
Karlar - 15 km
1. Snorri Eyþór Einarsson - Skíðagöngufélagið Ullur
2. Isak Stianson Pedersen - Skíðafélag Akureyrar
3. Albert Jónsson - Skíðafélag Ísfirðinga
19-20 ára drengir - 15 km
1. Dagur Benediktsson - Skíðafélag Ísfirðinga
2. Pétur Tryggvi Pétursson - Skíðafélag Ísfirðinga
17-18 ára drengir - 15 km
1. Egill Bjarni Gíslason - Skíðafélag Akureyrar
2. Arnar Ólafsson - Skíðafélag Akureyrar
3. Jakob Daníelsson - Skíðafélag Ísfirðinga
Öll FIS úrslit verður hægt að finna hér.