Fyrr í dag lauk skíðaþingi sem fram fór í Ólafsfirði. Fyrir þingið var ljóst að þrír stjórnarmenn myndu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu, þar á meðal formaðurinn, Einar Þór Bjarnason. Þingið hófst kl.18:00 í gær með þingsetningu og í kjölfarið var skýrsla stjórnar og ársreikningar síðustu tveggja ára kynntir. Að lokum voru öll þingskjöl kynnt og útdeilt til nefnda. Fyrir hádegi í dag funduðu nefndirnar og fóru yfir þau þingskjöl sem þeim var úthlutað. Eftir hádegi voru þingskjöl tekin til atkvæðagreiðslu sem og að kosningar fóru fram.
Eins og áður segir voru þrír stjórnarnmenn sem gengu úr stjórn, en það voru þeir Einar Þór Bjarnason (formaður), Ögmundur Knútsson (varaformaður) og Kristján Hauksson (ritari). Allir hafa þeir starfað innan sambandsins í stjórn og nefndum í mörg ár og er þeim þakkað kærlega fyrir sín störf. Á sama tíma er öllum nefndarmönnum þakkað fyrir sín störf sem störfuðu á síðasta tímabili.
Bjarni Theódór Bjarnason er nýr formaður SKÍ en hann var sjálfkjörinn þar sem engin önnur framboð bárust. Engin kosning var í fagnefndir þar sem ný lög voru samþykkt á þinginu sem kveða á um að stjórn tilnefni í nefndirnar.
Ný stjórn SKÍ 2019-2021
Bjarni Theódór Bjarnason (formaður stjórnar)
Snorri Páll Guðbjörnsson (formaður alpagreinanefndar)
Einar Ólafsson (formaður skíðagöngunefndar)
Friðbjörn Benediktsson (formaður snjóbrettanefndar)
Dagbjartur Halldórsson (meðstjórnandi)
Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir (meðstjórnandi)
Kristinn Magnússon (meðstjórnandi)
Helstu breytingar sem samþykktar voru:
Á næstu dögum munu lög sambandsins og reglugerðir verða uppfærðar í takt við samþykktar breytingar þingsins.