Skíðasamband Íslands (SKÍ) hefur hlotið viðbótarstyrkveitingu úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna landsliðsverkefna ársins 2017. Um er að ræða styrk að upphæð 5,5 m.kr. sem bætist við fyrri úthlutun til sambandsins, en sambandið hlaut styrk að upphæð 9,8 m.kr. í fyrri úthlutun ársins úr Afrekssjóði ÍSÍ.
Árið 2017 er sérstaklega mikilvægt hvað varðar undirbúning fyrir Vetrarólympíuleika 2018 í PyeongChang, en eftir rúma fjóra mánuði hefjast leikarnir í Suður-Kóreu og er lokaundirbúningur íslenskra keppenda í gangi. Afreksstarf SKÍ hefur verið umfangsmikið á þessu ári og voru HM í alpagreinum og skíðagöngu stærstu verkefni ársins, en góður árangur náðist á þeim viðburðum.
Á myndinni má sjá þau Einar Þór Bjarnason, formann SKÍ og Lilju Sigurðardóttur, formann Afrekssjóðs ÍSÍ við undirritun samnings um viðbótarstyrkinn.