Skíðamót Íslands hefst á morgun en það fer fram á Dalvík og Ólafsfirði. Byrjað er á keppni í sprettgöngu á morgun kl.18:00 og stendur keppni yfir til mánudags. Í fyrsta skipti fer fram keppni í öllum flokkum skíðagöngu 13 ára og eldri eftir breytingar á síðasta skíðaþingi.
Dagskrá (með fyrirvara um breytingar)
Föstudagur 25.mars
Kl: 18:00 Sprettganga H, Ólafsfirði
Verðlaunaafhending strax að keppni lokinni
Laugardagur 26.mars
Kl: 10:00 Fyrri ferð stórsvig, Dalvík
Kl: 12:00 Skíðaganga F, Hópstart Ólafsfirði
Kl: 12:25 Seinni ferð stórsvig, Dalvík
Verðlaunaafhending strax að keppni lokinni
Sunnudagur 27.mars
Kl: 10:00 Fyrri ferð í svigi, Dalvík
Kl: 12:00 Skíðaganga H, Ólafsfirði
Kl: 12:25 Seinni ferð í svigi, Dalvík
Verðlaunaafhending strax að keppni lokinni
Mánudagur 28.mars
Kl: 10:00 Samhliðasvig, Ólafsfirði
Kl: 11:00 Skíðaganga F, liðasprettur, skícross, Ólafsfj.
Verðlaunaafhending strax að keppni lokinni
Hér að neðan má nálgast öll FIS úrslit frá mótinu, en einnig koma öll úrslit inná nýjan mótavefa SKÍ.