Skíðamót Íslands hefst formlega fimmtudaginn 31. mars með setningu og sprettgöngu í kjölfar setningar. Mótið fer fram í Reykjavík þetta árið og er það fyrir iðkendur 16 ára og eldri. Keppt er í alpagreinum og skíðagöngu eins og undanfarin ár. Samhliða keppni í skíðagöngu fer fram Bláfjallaganga og verður hún laugardaginn 2. apríl. Bláfjallagangan er liður í Íslandsgöngu sem er röð skíðagöngumóta sem trimmnefnd Skíðasambands Íslands hefur efnt til árlega síðan 1985. Henni er ætlað að höfða til allra sem áhuga hafa á skíðaíþróttum, bæði þeim sem leitast eftir ánægjulegri og hollri útiveru og eins metnaðarfyllra keppnisfólki.
Veður lítur ágætlega út fyrir helgina og vonum við að vindurinn stríði okkur ekki. Því er um að gera að kíkja á allt sem verður í gangi um helgina í Skálafelli og Bláfjöllum, hvort sem það er að fylgjast með ungum og efnilegum iðkendum í alpagreinum eða skíðagöngu, nú eða að skella sér í gönguskíðin og taka þátt í Bláfjallagöngunni.
Dagskrá og frekari upplýsingar um SMÍ má sjá hér.
Dagskrá og frekari upplýsingar um Bláfjallagöngu má sjá hér.