Skíðakona og maður ársins

Skíðasamband Íslands hefur valið þau Maríu Guðmundsdóttur og Einar Kristinn Kristgeirsson sem skíðakonu og mann ársins, en þau koma bæði úr alpagreinum.

Skíðakona ársins 2015 er María Guðmundsdóttir. Í febrúar 2014 missti María af Ólympíuleikunum í Sochi er hún sleit krossband einungis nokkrum dögum fyrir brottför til Sochi og um sumarið 2014 tilkynnti María að hún væri búin að leggja skíðin á hilluna. Um síðastliðin áramót ákvað María að byrja aftur eftir vel heppnaða aðgerð og endurhæfingu. María byrjaði af krafti strax í janúar og vann meðal annars tvö alþjóðleg FIS mót í Svíþjóð og bætti punktastöðu sína á heimslistanum. Hápunktur vetrarins var án efa Heimsmeistaramótið sem fór fram í Vail í Bandaríkjunum, en þar gerði María sér lítið fyrir og endaði í 36.sæti í svigi. Á Skíðamóti Íslands varð María svo fjórfaldur Íslandsmeistari og vann allar greinar til að kóróna frábæran vetur og endurkomu.

Einar Kristinn Kristgeirsson er skíðamaður ársins 2015. Einar Kristinn stóð sig vel á árinu, keppti á mörgum alþjóðlegum FIS mót víðsvegar um Evrópu. Í byrjun mars náði hann 2.sæti á svigmót í Jolster í Noregi, ásamt því að vera nokkrum sinnum í topp 10. Á Heimsmeistaramótin stóð Einar sig frábærlega í undankeppninni í svigi þar sem hann endaði í 16.sæti. Á Skíðamóti Íslands varð hann svo fjórfaldur Íslandsmeistari er hann vann allar greinar á mótinu.

 

Helstu úrslit þeirra á árinu má sjá hér að neðan:

María Guðmundsdóttir
18.01.2015 - Lycksele (FIS mót - Svig) - 2.sæti (34.25 FIS punktar)
29.01.2015 - Idre (FIS mót - Svig) - 1.sæti (31.38 FIS punktar)
30.01.2015 - Idre (FIS mót - Svig) - 1.sæti (28.53 FIS punktar)
13.02.2015 - Vail (Heimsmeistaramót - Svig) - 36.sæti
21.02.2015 - Sunne (FIS mót - Svig) - 5.sæti (40.31 FIS punktar)
22.02.2015 - Sunne (FIS mót - Svig) - 6.sæti (36.53 FIS punktar)
15.04.2015 - Aal (FIS mót - Svig) - 4.sæti (30.72 FIS punktar)
Varð fjórfaldur Íslandsmeistari í svig, stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi.

 

Einar Kristinn Kristgeirsson
09.01.2015 - Oppdal (FIS mót - Stórsvig) - 16.sæti (51.83 FIS punktar)
18.01.2015 - Lycksele (FIS mót - Svig) - 7.sæti (32.73 FIS punktar)
19.01.2015 - Tarnaby (FIS mót - Stórsvig) - 15.sæti (58.79 FIS punktar)
13.02.2015 - Vail (Heimsmeistaramót - Stórsvig) - 48.sæti
14.02.2015 - Vail (Heimsmeistaramót undankeppni - Svig) - 16.sæti (32.98 FIS punktar)
28.02.2015 - Jolster (FIS mót - Svig) - 11.sæti (44.80 FIS punktar)
01.03.2015 - Jolster (FIS mót - Svig) - 2.sæti (33.52 FIS punktar)
Varð fjórfaldur Íslandsmeistari í svigi, stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi.