Skíðasamband Íslands hefur valið þau Maríu Guðmundsdóttur og Einar Kristinn Kristgeirsson sem skíðakonu og mann ársins, en þau koma bæði úr alpagreinum.
Skíðakona ársins 2015 er María Guðmundsdóttir. Í febrúar 2014 missti María af Ólympíuleikunum í Sochi er hún sleit krossband einungis nokkrum dögum fyrir brottför til Sochi og um sumarið 2014 tilkynnti María að hún væri búin að leggja skíðin á hilluna. Um síðastliðin áramót ákvað María að byrja aftur eftir vel heppnaða aðgerð og endurhæfingu. María byrjaði af krafti strax í janúar og vann meðal annars tvö alþjóðleg FIS mót í Svíþjóð og bætti punktastöðu sína á heimslistanum. Hápunktur vetrarins var án efa Heimsmeistaramótið sem fór fram í Vail í Bandaríkjunum, en þar gerði María sér lítið fyrir og endaði í 36.sæti í svigi. Á Skíðamóti Íslands varð María svo fjórfaldur Íslandsmeistari og vann allar greinar til að kóróna frábæran vetur og endurkomu.
Einar Kristinn Kristgeirsson er skíðamaður ársins 2015. Einar Kristinn stóð sig vel á árinu, keppti á mörgum alþjóðlegum FIS mót víðsvegar um Evrópu. Í byrjun mars náði hann 2.sæti á svigmót í Jolster í Noregi, ásamt því að vera nokkrum sinnum í topp 10. Á Heimsmeistaramótin stóð Einar sig frábærlega í undankeppninni í svigi þar sem hann endaði í 16.sæti. Á Skíðamóti Íslands varð hann svo fjórfaldur Íslandsmeistari er hann vann allar greinar á mótinu.
Helstu úrslit þeirra á árinu má sjá hér að neðan:
María Guðmundsdóttir
18.01.2015 - Lycksele (FIS mót - Svig) - 2.sæti (34.25 FIS punktar)
29.01.2015 - Idre (FIS mót - Svig) - 1.sæti (31.38 FIS punktar)
30.01.2015 - Idre (FIS mót - Svig) - 1.sæti (28.53 FIS punktar)
13.02.2015 - Vail (Heimsmeistaramót - Svig) - 36.sæti
21.02.2015 - Sunne (FIS mót - Svig) - 5.sæti (40.31 FIS punktar)
22.02.2015 - Sunne (FIS mót - Svig) - 6.sæti (36.53 FIS punktar)
15.04.2015 - Aal (FIS mót - Svig) - 4.sæti (30.72 FIS punktar)
Varð fjórfaldur Íslandsmeistari í svig, stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi.
Einar Kristinn Kristgeirsson
09.01.2015 - Oppdal (FIS mót - Stórsvig) - 16.sæti (51.83 FIS punktar)
18.01.2015 - Lycksele (FIS mót - Svig) - 7.sæti (32.73 FIS punktar)
19.01.2015 - Tarnaby (FIS mót - Stórsvig) - 15.sæti (58.79 FIS punktar)
13.02.2015 - Vail (Heimsmeistaramót - Stórsvig) - 48.sæti
14.02.2015 - Vail (Heimsmeistaramót undankeppni - Svig) - 16.sæti (32.98 FIS punktar)
28.02.2015 - Jolster (FIS mót - Svig) - 11.sæti (44.80 FIS punktar)
01.03.2015 - Jolster (FIS mót - Svig) - 2.sæti (33.52 FIS punktar)
Varð fjórfaldur Íslandsmeistari í svigi, stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi.