Í byrjun janúar kepptu þau Ísak Stainson Pedersen úr SKA, Albert Jónsson úr SFÍ og Kristrún Guðnadóttir úr Ulli á Scandinavian Cup í Nes Skianlegg í Noregi. Mótið, sem er hluti af Skaninavísku mótaröðinni, var geysisterkt og mikill fjöldi öflugra keppenda víðsvegar frá sem tóku þátt. Á mótinu var bæði keppt í sprettgöngu og lengri vegalengdum.
Ísak Stianson Pedersen náði frábærum árangri í sprettgöngunni þar sem hann náði 55. sæti af 174 keppendum með tímann 3:13.35, sem gaf honum 98.40 FIS stig. Er þetta annar besti árangur Ísaks í sprettgöngu á ferlinum og mikil bæting á heimslista. Ísak keppti einnig í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð og náði þar einnig flottum árangri með því að vera í 152. sæti af 199 keppendum á tímanum 43:24.8, sem gaf honum 110.84 FIS stig, sem er einnig hans annar besti árangur á ferlinum í göngu með hefðbundinni aðferð.
Albert Jónsson keppti í 30 km göngu með frjálsri aðferð og hafnaði í 144. sæti af 177 keppendum á tímanum 1:20:25.9 sem gaf honum 174.44 FIS stig, sem er talsvert frá hans besta árangri í lengri vegalengdum.
Kristrún Guðnadóttir keppti í sprettgöngu og hafnaði þar í 73. sæti af 91 keppanda á tímanum 3:23.05, sem gaf henni 210.23 FIS stig. Hún keppti einnig í 10 km göngu með hefðbundinni aðferð og hafnaði þar í 73. sæti af 84 keppendum á tímnum 32:28.3, sem gaf henni 166.14 FIS stig, hvorutveggja talsvert frá hennar besta að þessu sinni.
Öll úrslit úr mótinu má sjá nánar hér