Undanfarna daga og vikur hefur landslisfólk SKÍ í skíðagöngu verði við keppni á hinum ýmsu mótum í Skandinavíu.
Keppnisformið er greinilega að aukast jafnt og þétt hjá okkar fólki og hafa felstir verið að ná fram bætingu og þar með hækkun á heimslistum FIS.
Kristrún Guðnadóttir, úr Ulli, keppti á FIS móti í Lygna í Noregi dagana 17.-19. janúar s.l. og náði þar fínum úrslitum. Kristrún hafnaði í 55. sæti í 10 km göngu með frjálsri aðferð á tímanum 27:06.9. Alls voru um 90 keppendur sem tóku þátt í mótinu og það því ansi sterkt. Þessi árangur gaf Kristrúnu 150.23 FIS stig, sem er hennar 3. besti árangur frá upphafi í lengri vegalengdum og bæting á stöðu hennar á heimslista. Í sprettgöngu náði hún svo 35. sæti, þar sem farnir voru 1,2 km. Fyrir það hlut hún 154.82 FIS stig, sem er aðeins frá hennar besta árangri þar.
Isak Stianson Pedersen, úr SKA, var einnig meðal keppenda á mótinu í Lygna. Alls voru 213 keppendur í mótinu í karlaflokki og það því gríðarsterkt. Isak náði að landa 102. sætinu í 15 km göngu með frjálsri aðferð á tímanum 38:35.4 og hlaut hann fyrir það 117.35 FIS stig, sem er bæting á heimslista. Í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð náði Isak í 115. sæti af 193 keppendum, á tímanum 40:58.8, sem gaf honum 129.36 FIS stig. Í 1,6 km sprettgöngunni náði svo Isak að landa 92. sætinu af 126 keppendum, á tímanum 3:46.53, sem gaf honum 140.31 FIS stig, sem er aðeins frá hans besta þar.
Albert Jónsson, úr SFÍ, var einnig meðal keppenda á mótinu í Lygna og náði þar 105. sætinu í 15 km göngu með frjálsri aðferð á tímanum 38:39.6. Þessi árangur gaf Alberti 118.98 FIS stig, sem er aðeins frá hans besta árangri í lengri vegalengdum. Albert keppti einnig í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð en varð að hætta keppni þar. Albert keppti svo einnig í sprettgöngunni, og náði þar 119. sætinu á tímanum 3:39.46 sem gaf honum 215.67 FIS stig, sem er töluverð bæting á heimslistasöðu hans þar.
Dagur Benediktsson, úr SFÍ, var einnig meðal keppenda á mótinu í Lygna og náði þar 110. sætinu í 15 km göngu með frjálsri aðferð á tímanum 38:48.9 sem gaf honum 122.59 FIS stig, sem er bæting á heimslista. Í 15 km göngu með hefðbundinn aðferð náði Dagur svo 135. sæti sem gaf 145.93 FIS stig. Í sprettgöngunni náði Dagur svo 104. sætinu, á tímanum 3:51.48, sem gaf honum 169.16 FIS stig, sem einnig er bæting á heimslista.
Dagur keppti svo einnig um liðna helgi á FIS móti í Falun í Svíþjóð og náði þar 67. sæti af 91 keppanda í sprettgöngu á tímanum 3:31.41. Þetta gaf honum 237.68 FIS stig. Dagur keppti einnig í 15 km göngu með frjálsri aðferð og hafnaði þar í 77. sæti af 97 keppendum á tímanum 42:06.00 sem gaf honum 152.02 FIS stig, hvoru tveggja talsvert frá hans besta árangri að þessu sinni
Öll úrslitin úr mótunum í Lygna má sjá nánar hér
Úrslitin úr mótinu í Falun má svo einnig sjá hér.