Fimm barnabörn þeirra Jóhönnu Skaftadóttur og Brynjólfs Sveinssonar frá Dalvík voru á meðal keppenda á Unglingameistaramóti Íslands í alpagreinum, sem fram fór um síðustu helgi í blíðskaparveðri í Hlíðarfjalli. Þau eru:
Synir þeirra Jóhönnu og Brynjólfs, Sveinn, Skapti og Kári æfðu allir skíði og kepptu fyrir Dalvík á sínum tíma. Sveinn var í landsliðinu og keppti á Ólympíuleikunum í Nagano 1998. Dagur Ýmir Sveinsson, sonur hans, keppti fyrir hönd Íslands á YOG (Olympíuleikum ungmenna) í Gangwon í Suður Kóreu 2024.
Segja má því að skíðaiðkun sé þessu unga fólki í blóð borin og eiga þau vonandi eftir farsælan og langan feril innan íþróttarinnar.