Skíðafélagið í Stafdal, SKIS, auglýsir eftir skíðaþjálfara til starfa veturinn 2018. Hjá skíðafélaginu æfa um 40 krakkar á aldrinum 6-15 ára. Æfingasvæði félagsins er í Stafdal sem er sameiginlegt skíðasvæði fyrir Fljótsdalshérað og Seyðisfjörð. Á svæðinu eru tvær diskalyftur og barnalyfta. Skíðafélagið rekur skíðasvæðið í samstarfi við sveitarfélögin tvö. Æfingar eru seinnipart dags virka daga og fyrripartinn á sunnudögum eða eftir samkomulagi. Æfingar standa yfir í 4 mánuði, frá janúar byrjun og fram í lok apríl, en möguleiki er á að hefja æfingar í desember ef snjóalög leyfa.
Skíðafélagið aðstoðar við útvegun húsnæðis og aukavinnu ef þörf er á. Laun samkvæmt samkomulagi.
Enska útgáfu má finna hér / English version here.
Nánari upplýsingar veitir formaður SKIS
Hugrún Hjálmarsdóttir, litluskogar12@simnet.is eða í
síma 665 6527.