Skíðafélag Ísfirðinga sigraði í Bikarkeppni 16 ára og eldri í skíðaskotfimi í ár og Strandamenn í flokki 11-15 ára.
Í flokki 16-35 ára og 36 ára og eldri, karlar og konur samanlagt hlutu Ísfirðingar samtals 1370 stig, en Ullungar 1000 stig. SFS varð í 3ja sæti með 830 stig samanlagt.
Í flokki 11-15 ára er keppt með "laser" (e. optical) rifflum. Þar voru Strandamenn öflugastir með 1183 stig. Skíðafélag Akureyrar í 2. sæti með 477 stig en bara í stúlkaflokki. Ísfirðingar urðu í 3ja sæti með 402 stig og Ullungar í því fjórða með 304 stig.
Heildarúrslit í Bikarkeppni SKÍ í skíðaskotfimi liða 2025 var sem hér segir:
Bikarstig liða 16 ára og eldri | ||||||
Röð | Lið | Karlar16-35 ára | Karlar 36+ | Konur 16-35 ára | Konur 36+ | Samt. |
1 | SFÍ | 380 | 490 | 100 | 400 | 1370 |
2 | Ullur | 275 | 250 | 340 | 135 | 1000 |
3 | SFS | 390 | 220 | 220 | 0 | 830 |
Bikarstig liða 11-15 ára | ||||||
Röð | Lið | Stúlkur | Drengir | Samt. | ||
1 | SFS | 498 | 0 | SFS | 685 | 1183 |
2 | SKA | 477 | 0 | SKA | 0 | 477 |
3 | SFÍ | 352 | 0 | SFÍ | 50 | 402 |
4 | Ullur | 79 | 0 | Ullur | 225 | 304 |
Skv. reglum SKÍ um bikarkeppnir telja aðeins þrír bestu frá hverju liði í hverju móti.
Úrslit mótsins í einstaklingsgreinum á Ísafirði 17. og 18. apríl eru hér og í Hólmavíkurmótinu 9. mars hér.