SKÍ Open 2016 - Úrslit

Í gær, sunnudag, fór fram SKÍ Open styrktargolfmótið okkar á golfvellinum á Akureyri.

Keppnisfyrirkomulag var Texas Scramble en í því spila tveir og tveir saman í liði. Þátttakendur voru 110 í mótinu og lék veðrið við kylfingana sem spiluðu við hvern sinn fingur á mótinu. 

Á verðlaunaafhendingu eftir mót fengu eftirtaldir kylfingar verðlaun ásamt því að dregið var úr sjö skorkortum flott verðlaun.

Verðlaun SKÍ OPEN

Nándarverðlaun:
4. hola: Jason James 1,33 m
8. hola: Guðmundur Sveinbjörnsson 1,46 m
10. hola: Friðrik Gunnarsson, 83cm
11. hola: Ármann Viðar 3,21 m
14. hola: Jónas Halldór Friðriksson 3,77 m
18. hola: Ingvar Kristinn Hreinsson 1,52 m

Lengsta teighögg:
6. braut: Stefanía Kristín

Úrslit:
1.sæti: Þórhallur Pálsson og Tryggvi Jóhannsson, 63 högg - bestir síðustu 6 holur
2.sæti: Karl Hannes Sigurðsson og Sigurður Hreinsson, 63 högg – betri síðustu 3 holur
3.sæti: Andri Geir Viðarsson og Viðar Valdimarsson, 63 högg
4.sæti: Auðunn Aðalsteinn Víglundsson og Ásmundur Baldvinsson, 64 högg – betri seinni 9
5.sæti: Jón Steindór Árnason og Örn Viðar Arnarson, 64 högg

Hér má sjá lokastöðuna hjá öllum liðum.

Skíðasamband Íslands vill þakka Golfklúbbi Akureyrar fyrir samstarfið ásamt því að þakka styrktarðaðilum mótsins sem voru Icelandair, 66°Norður, Vodafone, Ölgerðin og Landsbankinn.