Starfssvið landsliðsþjálfara
Yfirumsjón með þjálfun landsliða SKÍ í alpagreinum
Umsjón og skipulagning æfinga og keppnisferða í samstarfi við skrifstofu SKÍ
Samskipti við landsliðsfólk
Samstarf við fræðslunefnd SKÍ um menntun þjálfara
Menntunar og hæfniskröfur
Reynsla af þjálfun á afreksíþróttastigi
Þjálfaramenntun í alpagreinum sem nýtist í starfi
Hæfni í mannlegum samskiptum
Góð enskukunnátta er skilyrði. Önnur tungumálakunnátta er kostur
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Leitað er að drífandi einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á alpagreinum sem keppnisíþrótt sem getur unnið sjálfstætt og býr yfir yfirvegun og hæfni í mannlegum samskiptum.
Skíðasamband Íslands er sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og er æðsti aðili skíðamála á Íslandi.
Umsóknum skal skilað með tölvupósti á netfangið ski@ski.is og umsóknafrestur er til og með 6.júní 2018.
Frekari upplýsingar veitir Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ, sími: 660-4752, netfang: ski@ski.is.
Enska útgáfu / English version here.