Skíðasamband Íslands auglýsir eftir alpagreinaþjálfurum fyrir næsta tímabil í nokkur verkefni í hæfileikamótun og landsliðsverkefni.
Verkefnin í hæfileikamótun eru þrekbúðir í haust, æfingaferð erlendis í skíðahús, skíðaæfing í lok nóvember á Íslandi og EYOF.
Landsliðsverkefnin eru meðal annars HM fullorðinna og einstaka landsliðskampar eða verkefni eins og WC og EC.
Starfandi þjálfarar eru sérstaklega hvattir til að sækja um og eru félögin hvött til að benda sínum þjálfurum á að sækja um.
Umsóknir sendist á brynja@ski.is fyrir lok fimmtudags 13. júní.
Nánari upplýsingar gefur Brynja í síma 846-0420 eða brynja@ski.is