Skemmtilegu samhliðasvigi lokið á SMÍ

Sigurvegarar dagsins, Freydís Halla Einarsdóttir og Bjarki Guðjónsson
Sigurvegarar dagsins, Freydís Halla Einarsdóttir og Bjarki Guðjónsson

Keppni í alpagreinum á Skíðamóti Íslands var að ljúka en síðasta keppnisgreinin var samhliðasvig. Keppt var í norðurbakka og voru snjólög virkilega góð þar sem harð pakkaður snjór var í keppnibakkanum. 

Keppnin var virkilega spennandi en ólík á milli kynja. Hjá konum var þetta meira eftir bókinni og í undanúrslit fóru fjórir sterkustu keppendurnir útfrá stigum inní mótið. Hjá körlunum voru hinsvegar mun meiri sviptingar og einungis einn af fjórum stigalægstu fór í undanúrslit. Að lokum sigraði Freydís Halla Einarsdóttir í kvennaflokki og Bjarki Guðjónsson sigraði í karlaflokki.

Konur
1. Freydís Halla Einarsdóttir - Ármann
2. Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur
3. Katla Björg Dagbjartsdóttir - Skíðafélag Akureyrar

Karlar
1. Bjarki Guðjónsson - Skíðafélag Akureyrar
2. Georg Fannar Þórðarson - Skiðaráð Reykjavíkur
3. Magnús Finnsson - Skíðafélag Akureyrar

Heildarúrslit er svo hægt að sjá hér, konur og karlar.