SKA og SFS bikarmeistarar í göngu

Bikarlið SKA með þjálfara sínum t.h. og SFS t.v. (Ljósm. SKÍ)
Bikarlið SKA með þjálfara sínum t.h. og SFS t.v. (Ljósm. SKÍ)

Skíðafélag Akureyrar (SKA) og Skíðafélag Strandamanna (SFS) sigruðu í Bikarkeppni í skíðagöngu í ár.

SKA hlaut 5445 stig, samanlagt í kvenna- og karlaflokkum, 17 ára og eldri, aðeins 21 stigi á undan Skíðagöngufélaginu Ulli sem var í öðru sæti með 5424 stig. Skíðafélag Ísfirðingar var síðan í 3ja sæti með 4481 stig.

Í flokki 13-16 ára hlutu Strandamenn 5664 stig en Ullungar 5367 stig. SFÍ varð í þriðja sæti með 4332 stig.

Heildarstigastaða liða í 13-16 ára flokki var þessi:

  • SFS 5.664
  • Ullur 5.367
  • SFÍ 4.332
  • SKA 2.963
  • SO 1.108

Öll úrslit mótsins er hægt að sjá hér.