Núna á eftir fer fram síðasta keppnina á HM í alpagreinum, en það er aðalkeppni í svigi karla. Við munum eiga einn fulltrúa í mótinu eftir að Sturla Snær Snorrason náði að komast úr undankeppninni í gær. Sturla Snær mun hefja leik númer 76 af alls 100 keppendum. Aðstæður á mótsstað eru virkilega krefjandi en búið er að vatna keppnisbakkann og því mjög hart og hált færi. Frábært veður er á mótsstað, um -10°C, logn og heiðskýrt. Keppni hefst kl. 9:45 að staðartíma sem myndi vera 8:45 að íslenskum tíma.
Mótið er í beinni útsendingu á RÚV en einnig má sjá lifandi tímatöku hér.