Það styttist í Vetrarólympíuleika ungmenna (Youth Olympic Games eða YOG), sem fram fara í Gangwon í Suður-Kóreu frá 19. janúar - 1. febrúar nk.
Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest íslenska hópinn.
Það verða sex keppendur frá Íslandi sem taka þátt í skíða- og brettagreinum á YOG:
Alpagreinar:
Dagur Ýmir Sveinsson, keppandi
Eyrún Erla Gestsdóttir, keppandi
Egill Ingi Jónsson, þjálfari
Sveinn Arndal Torfason, sjúkraþjálfari/þjálfari
Skíðaganga:
Hjalti Böðvarsson, keppandi
María Kristín Ólafsdóttir, keppandi
Einar Ágúst Yngvason, þjálfari
Guðmundur Rafn Kristjánsson, þjálfari
Snjóbretti:
Júlíetta Iðunn Tómasdóttir, keppandi
Reynar Hlynsson, keppandi
Jökull Elí Borg, þjálfari
Aðalfararstjóri á leikunum verður Brynja Guðjónsdóttir, sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ. Flokksstjóri verður Brynja Hrönn Þorsteinsdóttir, afreksstjóri Skíðasambands Íslands.Sjúkraþjálfari skíðagöngu og snjóbretta verður Margrét Ársælsdóttir.
Framundan er upplýsingafundur með öllum þátttakendum og aðstandendum. Farið verður yfir helstu upplýsingar, svo sem ferðatilhögun, skipulag og keppnisfyrirkomulag. Að mörgu er að hyggja þegar farið er í keppnisferð af þessu tagi.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu leikanna
ÍSÍ og SKÍ óska keppendum og starfsmönnum í teymi íslenska liðsins góðs gengis á leikunum.