Í dag var gengið frá samningi við sænska skíðasambandið um afnot og þróun á mótakerfi sem þeir hafa hannað undanfarin ár. Kerfið heldur utan um skráningar í mót, úrslit móta, upplýsingar um stöðu í bikarkeppnum o.s.frv. Samhliða kerfinu er aðgangur að tímatökukerfi sem sænska sambandið hefur einnig hannað. Stefnt er að því að kerfið verði tilbúið fyrir fyrstu mót næsta vetrar. Þetta er mikilvægt skref í framþróun okkar í mótahaldi og mun kerfið nýtast öllum aðildarfélögum SKÍ í framtíðinni.