Samæfing í skíðagöngu

Ágæta skíðafólk!

Skíðagöngunefnd SKÍ boðar nú samæfingu skíðagöngufólks 12 ára og eldri 21-24 júlí í Reykjavík.

Gist verður á Reykjalundi þar sem einnig verður græjað fullt fæði alla dagana. Kostnaður við hvern þátttakanda er 13.000 kr og vonumst við að sjálfsögðu til að sjá sem flesta. Landsliðsþjálfarinn Jóstein H Vinjerui fer fyrir æfingunni og honum til aðstoðar verða þaulreyndir skíðamenn og þjálfarar.

Mjög mikilvægt er að A og B landsliðsfólk mæti á æfinguna sem og iðkendur fæddir 1999 og 2000 sem ætla að eiga möguleika á að komast á Ólympíuhátíð Evrópuæskunar í Tyrklandi 2017.

Dagskrá: (tímasetningar og nánari upplýsingar síðar)

Fimmtudagur 21. júlí.
Mæting á Reykjalund, jafnvel seinniparts æfing.

Föstudagur 22.júlí
Æft bæði fyrir og eftir hádegi

Laugardagur 23 júlí.
Æft bæði fyrir og eftir hádegi

Sunnudagur 24 júlí.
Ein æfing fyrir hádegi.

Skráning á æfinguna og nánari upplýsingar eru hjá Kristjáni Haukssyni í síma 892-0774 eða á netfangið krihau@simnet.is.

SKRÁNINGU LÝKUR 18. JÚLÍ

 

Skíðagöngunefnd SKÍ
Kristján Hauksson
Kristbjörn R.Sigurjónsson
Einar Ólafsson
Ragnar Bragason