Samæfing í alpagreinum 28.-29.des 2018

Skíðasamband Íslands stendur fyrir samæfingu fyrir alla 12 til 15 ára í alpagreinum (iðkendur fæddir 2003-2006). Æfingin fer fram á Dalvík og verður dagana 28.-29. desember. Allur hópurinn mun gista saman og þjálfarar verða bæði frá SKÍ og Dalvík.

Kostnaður við hvern þátttakenda er 18.000 kr. og innifalið er gisting, fæði, lyftukort og þjálfun. Allir þátttakendur þurfa að koma sér sjálfir á staðinn. Hver þátttakandi þarf að millifæra inná reikning Skíðasambands Íslands (kt.590269-1829 – rk.162-26-3860). Félag getur millifært fyrir alla sína iðkendur ef vilji er fyrir því.

Nánari upplýsingar gefur Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ á netfangið ski@ski.is eða í síma 660-4752. Þau félög sem vilja taka þátt í samæfingunni þurfa að senda skráningu á ski@ski.is í síðasta lagi þriðjudaginn 18.desember. Í skráningunni þurfa að koma fram upplýsingar um fjölda þátttakenda, hvort sem um ræðir iðkendur eða þjálfara.

Dagskrá

Fimmtudagur 27.des
Mæting í skíðaskálann á Dalvík um kvöldið og farið yfir plan helgarinnar

Föstudagur 28.des
Æfing á skíðum kl. 9-12
Hádegismatur kl. 12-13
Æfing á skíðum kl. 13-15
Kvöldmatur o.fl. um kvöldið

Laugardagur 29.des
Æfing á skíðum kl. 9-12
Hádegismatur kl. 12-13
Æfing á skíðum kl. 13-15
Heimferð