Skíðasamband Íslands stendur fyrir samæfingu fyrir alla 15 ára og eldri í alpagreinum (iðkendur fæddir 2002 og eldri). Æfingin fer fram í Bláfjöllum dagana 27.-29. apríl nk. Gist verður í Ármannsskála í Bláfjöllum.
Egill Ingi Jónsson landsliðsþjálfari alpagreina hjá SKÍ verður yfirþjálfari á staðnum og verða tveir aðrir þjálfarar honum til aðstoðar frá SKÍ. Þess má geta að þjálfarar sem sinna 16+ eru velkomnir að vera með á æfingunni.
Kostnaður við hvern þátttakenda er 7.000 kr og innifalið er gisting, fæði, lyftukort og þjálfun. Hver þátttakandi þarf að millifæra inná reikning Skíðasambands Íslands: kt. 590269-1829 og rkn.162-26-3860. Félag getur millifært fyrir alla sína iðkendur ef vilji er fyrir því.
Dagskrá:
Föstudagur 27. apríl
17:00 Mæting í Ármannskála í Bláfjöllum
17:30 – 19:30 Skíðaæfing
Laugardagur 28. apríl
9:00 – 12:00 Skíðaæfing
12:00 – 13:00 Hádegismatur
13:00 – 15:00 Skíðaæfing
16:00 – 17:00 Fyrirlestur um markmiðasetningu
Sunnudagur 29. apríl
9:00 – 12:00 Skíðaæfing
12:00 – 13:00 Hádegismatur
13:00 – 15:00 Skíðaæfing
15:00 Heimferð og dagskrá lokið
Þau félög sem vilja taka þátt í samæfingunni þurfa að senda skráningu á ski@ski.is í síðasta lagi mánudaginn 23. apríl.
Í skráningunni þurfa að koma fram upplýsingar um fjölda þátttakenda, hvort sem um ræðir iðkendur eða þjálfara.
Nánari upplýsingar gefur Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri SKÍ á netfangið ski@ski.is eða í síma 660-4752.