Sævar Birgisson og Brynjar Leó Kristinsson, landsliðsmenn í skíðagöngu, eru þessa dagana við keppni í Hudiksvall í Svíþjóð. Í dag fór fram 6km ganga með hefðbundinni aðferð og gerði Sævar sitt besta mót á ferlinum í lengri vegalengdum. Sævar endaði í 45.sæti og fékk 110.40 FIS punkta en á heimslista er hann með 260.61 FIS punkta og því um gríðarlega bætingu að ræða. Hans besta mót fyrir í lengri vegalengdum var 120.85 FIS punktar. Brynjar Leó endaði í 71.sæti og fékk 172.21 FIS punkta og er það nokkuð frá hans punktastöðu á heimslista.
Þeir keppa aftur á morgun á sama stað en þá fer fram 10km hefðbundin ganga og munu þau Jónína Kristjánsdóttir, Albert Jónsson og Sigurður Arnar Hannesson einnig keppa en þau eru öll í U21 landsliðinu.
Heildarúrslit má sjá hér.