Annar keppnisdagur í Hudiksvall fór fram í dag með 10km hefðbundinni göngu. Sævar átti aftur flott mót og gerði 116.95 FIS punkta sem er hans næst besta mót á ferlinum í lengri vegalengdum á eftir mótinu í gær. Það má því reikna með að Sævar taki stór stökk á næsta heimslista. Brynjar Leó keppti einnig og gerði 179.77 FIS punkta og er það nokkuð frá hans besta. Úrslit úr mótinu má sjá hér.
Í piltaflokki kepptu þeir Albert Jónsson og Sigurður Arnar Hannesson en þeir eru báðir úr U21 landsliðinu og gengu þeir einnig 10km. Þeir áttu báðir flottan dag og bættu sig talsvert, Albert gerði 169.65 FIS punkta en er með á lista 205.17 FIS punkta. Sigurður Arnar gerði 205.88 FIS punkta en er með 325.31 FIS punkta á heimslistanum. Úrslit úr mótinu hjá þeim má sjá hér.
Í stúlknaflokki keppti Jónína Kristjánsdóttir en hún er eina stúlkan í U21 landsliðinu, hún gekk 5km. Jónína gerði 223.40 FIS punkta en er með 345.38 FIS punkta á heimslistanum og er því að bæta sig eins og strákarnir. Úrslit frá hennar móti má sjá hér.
Á morgun keppa þau á síðasta mótinu í Hudiksvall en þá fer fram 15km ganga með frjálsri aðferð og hópstarti hjá körlum en konurnar ganga 10km.