Skíðasamband Íslands hefur ráðið Egil Inga Jónsson og Fjalar Úlfarsson sem þjálfara í hæfileikamótun í alpagreinum hjá SKÍ. Þeir hafa langa og mikla reynslu af þjálfun og hafa báðir starfað áður sem landsliðsþjálfarar hjá SKÍ.
Verkefnið er æltað iðkendum í 14-15 ára (U16) flokki,16-17 ára (U18) flokki ásamt 18 ára þetta árið vegan Covid breytinga á EYOF. Helstu markmið verkefnisins er skapa vettvang fyrir iðkendur að kynnast því hvað er að vera afreksíþróttamður, fylgjast með tilvonandi landsliðsfólki, auka tæknilega færni iðkenda og skapa tækifæri fyrir iðkendur frá öllum landshlutum að koma saman og æfa.