Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir hélt áfram keppni á Vetrarólympíuleikunum í Peking í nótt. Eftir að hafa keyrt útúr stórsviginu fyrir tveimur dögum var komið að keppni í svigi. Hólmfríður hafði rásnúmer 61 af alls 88 keppendum sem hófu keppni. Hólmfríður átti tvær virkilega góðar ferðir, var í 43.sæti að lokinni fyrri ferð og endaði í 38.sæti eftir báðar ferðir. Petra Vlahova sigraði svigið en Hólmfríður endaði 8,89 sekúndum á eftir henni.
Heilt yfir var skíðunin hjá Hólmfríði virkilega góð og fyrir mótið fær hún 61.82 FIS stig sem er nálægt hennar stöðu á heimslista og verður að teljast virkilega góður árangur enda um stórmót að ræða.
Heildarúrslit má sjá hér.
Á morgun er frí hjá íslensku keppendunum en þann 11.febrúar mætir Hólmfríður aftur til keppni þegar hún tekur þátt í risasvigi sem er hennar síðasta greina á leikunum. Risasvigið hefst kl.03:00 að íslenskum tíma.