Í morgun fór fram skíðaþing FIS og var það í fyrsta skipti haldið rafrænt. Þar sem þingið var rafrænt útaf heimsfaraldrinum voru færri mál á dagskrá en venjulega. Aðalmálið var kosning til forseta FIS en í fyrsta sinn í sögu FIS voru fleiri en einn í framboði. Fjórir aðilar voru í framboði, Mats Arjes (SWE), Johan Eliasch (GBR), Urs Lehmann (SUI) og Sarah Lewis (BEL). Svo fór að Johan Eliasch hlaut 54,82% atkvæða í kosningunni og er því nýr forseti FIS.
Einnig var kosið um 16 stjórnarmenn og voru 19 í framboði. Hér að neðan má sjá þá aðila sem voru kosnir:
ARJES, Mats, SWE
GOSPER Dean, AUS
KUMPOST Roman, CZE
LEHMANN, Urs, SUI
MINEV Tzeko, BUL
MURASATO Aki, JPN
PAINE Dexter, USA
RODA Flavio, ITA
ROESTE Erik, NOR
SCHROECKSNADEL Peter, AUT
SMREKAR Enzo, SLO
STEINLE Franz, GER
UUSITALO Martti, FIN
VION Michel, FRA
VYALBE Elena, RUS
ZHEN Liangcheng, CHN
Frekari upplýsingar um ákvarðanir dagsins má sjá á heimasíðu FIS hér.