Nýjar sóttvarnarreglur tóku gildi í dag. ÍSÍ hefur samþykkt reglur fyrir starfsemi innan Skíðasambands Íslands.
Helstu breytingar og reglur:
Reglur þessar öðlast gildi 10. desember 2020 og gilda til og með 12. janúar 2021 líkt og reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 1223/2020 frá 8. desember um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tilgreinir:
- Á gildistíma reglnanna er öll keppni óheimil.
- Æfingar barna og ungmenna fæddum 2005 og síðar heimilar inni og úti, með og án snertingar, samkvæmt þeim fjöldatakmörkunum sem gilda í skólastarfi. Hámarksfjöldi iðkenda í hverju rými á æfingu eru 50 fyrir börn í leikskóla og 1.-4. bekk en 25 fyrir börn í 5.-10. bekk. Mikilvægt er að halda nákvæma skrá um iðkendur og aðra þátttakendur á æfingum. Ekki þarf að halda sömu hópaskiptinu og í skólunum.
- Öllum sem fæddir eru árið 2004 eða fyrr er heimilt að stunda æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar að því gættu að virt sé 2 metra nálægðartakmörkun og að hámarki 10 manns saman.
- Æfingar afreksmanna með alþjóðleg keppnisleyfi frá FIS (alþjóðlega skíðasambandinu) eru heimilar og þar er hámarksfjöldi í hverju rými 25 manns.
Allar upplýsingar, skjöl og gildandi reglur varðandi covid má sjá hér á heimasíðu SKÍ.