Nú styttist í þrekhelgi alpagreina

Opnað hefur verið fyrir skráningu aftur.  https://mot.ski.is/

 Dagskrá hæfileikamótun í Reykjavík 2.-4. Sept 2022

Birt með fyrirvara um breytingar

 Föstudagur 2. september

Mæting kl. 18:00 í Skátaheimili Kópavogs

18:45-19:30 Létt æfing

20:15 matur + kynning á Ironman þrektesti

22:30 svefn

 

Laugardagur 3. september

Morgunmatur

10:30-14:30 Ironman þrektest Kópavogsvöllur/Sporthúsið

15:00 hádegismatur

16:00 sund

18:30 matur

20:00 fræðsla

22:30 svefn

 

Sunnudagur 4. september

Morgunmatur

10:00 þrekæfing

12:00 matur

14:00 frágangur og heimför

 Megin þema þrek helgarinnar er Ironman þrektest og kynning á því. en þetta test hefur verið notað í Noregi fyrir iðkendur fá 12 ára aldri og allt upp í heimsbikarlið Norðmanna. Þrektestið reynir á marga ólíka þætti hjá hverjum einstaklingi og er ætlað að skoða almennt líkamsástand skíðamannsins. Markmiðið er ekki endilega að búa til keppni á milli einstaklinga. Markmiðið með þrektestinu er frekar að það hvetji einstaklingin til að veita líkamsþætti íþróttarinnar meiri athygli og hvetji til markvissari líkamsþjálfunar og einnig að einstaklingurinn geti fylgst með og séð sínar eigin framfarir í þrekhlutanum á milli ára eða testa. Mikilvægast af öllu er að þrekhelgin efli félagslega þáttinn og allir leggi sig fram og hvetji líka félagana áfram í íþróttinni.

 Það sem þarf að hafa með sér  

Sæng/svefnpoka

Sundföt og handklæði

Æfingafatnaður inni og úti

Æfingaskór inni og úti

Vatnsbrúsa.