Námskeið fyrir snjóbrettadómara 9.-10 nóvember

Skíðasambandið býður upp á námskeið fyrir snjóbrettadómara 9. og 10. nóvember nk. Námskeiðið verður haldið í sal B í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í Reykjavík.

Námskeiðið veitir C-réttindi og heimild til að dæma á öllum innlendum snjóbrettamótum. Leiðbeinandi er Iztok Sumatic, alþjóðlegur dómari og eftirlitsmaður frá Slóveníu. Hann hefur langa reynslu í snjóbrettahaldi, verið dómari á alþjóðlegum mótum o.fl. Námskeiðið fer fram á ensku.

Námskeiðið hefst kl. 09:00 laugardaginn 9. nóvember og stendur fram eftir degi. Námskeiðinu lýkur fyrir kl. 12. sunnudaginn 10. nóvember með prófi þátttakenda.

SKÍ veitir þátttakendum utan höfuðborgarsvæðisins styrk vegna þátttöku í námskeiðinu. 

Áhugasamir vinsamlega tilkynnið þátttöku til ski@ski.is helst fyrir 3. nóvember nk.