Marinó Kristjánsson, A-landsliðsmaður á snjóbrettum, tók þátt á sínu fyrsta heimsbikarmót í kvöld. Keppt var í slopestyle í Aspen í Bandaríkjunum. Heimsbikarmótaröðin er sú sterkasta innan FIS.
Alls voru 61 keppandi sem hóf leik í tveimur riðlum og var Marinó í fyrri riðli keppninnar. Farnar voru tvær ferðir þar sem betri ferðin gilti til endanlegrar stiga þar sem 12 bestu fara áfram í lokaúrslitin. Ferðin var samsett úr sex hlutum, þremur railum og síðar þremur stökkpöllum. Marinó fékk 38 stig fyrir fyrr ferðina en 45.25 stig fyrir þá seinni sem skilaði honum í 41.sæti. Seinni ferðin var að mestu leyti góð hjá Marinó en var dregin niður vegna lendinga á síðustu tveimur stökkpöllunum.
Heildarúrslit má sjá hér.