María Kristín og Dagur Íslandsmeistarar í 10 km göngu

Verðlaunahafar í fullorðinsflokkum 10 km göngu
Verðlaunahafar í fullorðinsflokkum 10 km göngu

Dagur Benediktsson SFÍ sigraði í 10 km göngu á Skíðamóti Íslands í dag eftir hörkuspennandi keppni við Einar Árni Gíslason SKA varð í öðru sæti, aðeins 3 sek á eftir Degi. Ástmar Helgi Kristinsson SFÍ kom í mark í þriðja sæti, aðeins um mínútu á eftir fyrsta manni.

Í kvennaflokki kom Karin Björlinger Svíþjóð fyrst í mark en María Kristín Ólafsdóttir Ulli varð Íslandsmeistari. Önnur var Árný Helga Birkisdóttir SKA og í þriðja sæti var Sigríður Dóra Guðmundsdóttir Ulli.

Í flokki 13-14 ára, þar sem keppendur fóru 3,5 km sigruðu í karlaflokki Jökull Ingimundur Ólafsson SFS og Viktoría Rós Guseva SKA í kvennaflokki.

Í flokki 15-16 ára voru gengnir 5 km, en þar sigraði Elías Mar Friðriksson í karlaflokki og María Sif Hlynsdóttir SFÍ í kvennaflokki.

Í flokki 17-18 ára og eldri kom Hjalti Böðvarsson Ulli fyrstur í mark í karlaflokki og María Kristín Ólafsdóttir Ulli í kvennaflokki.

Í flokki 19-20 ára kom Sigríður Dóra Guðmundsdóttir Ulli kom fyrst kvenna í mark og Ástmar Helgi Kristinsson SFÍ í karlaflokki.

Mótið fer fram í Hlíðafjalli á Akureyri og keppt var í hefðbundinni göngu í dag.

Öll úrslit mótsins má sjá hér.

Keppi lýkur á morgun, sunnudag og hefst mótið kl. 11.