María Guðmundsdóttir, A landsliðskona í alpagreinum og skíðakona ársins 2016 hefur þurft að draga sig úr HM hópnum. María hefur verið að glíma við meiðsli í hné frá því í sumar og hefur ekkert náð að keppa í vetur. Í september fór María í speglun á hné og átti einungis að vera frá æfingum og keppni í nokkrar vikur en þrátt fyrir meðhöndlun hefur hún ekki enn náð sér að fullu og mun því ekki taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár.
María Guðmundsdóttir hefur verið ein af fremstu skíðakonum landsins undanfarin ár og í dag er hún fremst allra íslenskra skíðamanna á heimslista FIS en þar er hún nr. 95 í svigi. Vonast er til þess að hún komist aftur í brekkurnar sem fyrst.