Stjórn SKÍ hefur ákveðið að útaf Covid-19 verði engin SKÍ mót haldin frekar þennan veturinn. Stóru mót vetrarins, þ.e.a.s. SMÍ, UMÍ og SBÍ munu því ekki fara fram í ár en hins vegar hliðrast áður frágengin úthlutun mótanna um eitt ár og verður því sem hér segir:
Einnig ákvað stjórn SKÍ að ekki yrðu veittir bikarmeistaratitlar fyrir nýliðinn vetur. Ástæðan er sú að mjög lítið af bikarkeppninni hefur farið fram vegna frestunar og/eða aflýsingar móta. Fjöldi móta sem tókst að klára var mismunandi eftir greinum og aldri, allt frá því að ekkert mót var haldið og þar sem mest fór fram var einungis um 60%. Þannig að hvergi var hægt að klára bikarkeppnina og telur stjórn SKÍ að ekki að ekki sé nógu miklu lokið af bikarkeppninni til þess að hægt sé að krýna bikarmeistara miðað við stöðuna eins og hún var fyrir Covid-19.