Viktor Helgi Hjartarson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari á snjóbrettum fyrir komandi vetur.
Viktor er fæddur árið 1987 og hefur stundað snjóbrettaiðkun síðan 1999. Árið 2005 fluttist hann til Svíþjóðar og lauk stúdentsprófi úr snjóbrettadeild frá framhaldsskólanum í Malung. Á þeim tíma keppti hann á mörgun alþjóðlegum mótum með stórum styrktaraðilum eins og Nike og Oakley. Árið 2009 flutti Viktor aftur til Íslands og var einn af stofnendum snjóbrettadeildar innan Skíðafélags Akureyrar og hefur þjálfað þar undanfarin ár. Viktor er spenntur fyrir vetrinum en fyrr í júní mánuði var fyrsta æfing hjá afrekshópnum, en þá var æft í Hlíðarfjalli á Akureyri.
Snjóbrettanefnd Skíðasamband Íslands hefur valið sex manna afrekshóp fyrir veturinn 2015/2016:
Aron Davíðsson - Breiðablik
Baldur Vilhelmsson - Skíðafélag Akureyrar
Benedikt Friðbjörnsson - Skíðafélag Akureyrar
Ingólfur Þór Jónsson - Skíðafélag Akureyrar
Marinó Kristjánsson - Breiðablik
Stefán Vilhelmsson - Skíðafélag Akureyrar
Snjóbrettanefnd SKÍ mun endurskoða valið á hverju ári með tilliti til verkefna og með það að marmiði að stækka hópinn til að eiga öfluga sveit snjóbrettafólks á komandi árum. Hópurinn mun vera með fjögur verkefni yfir veturinn.