Um helgina fóru fram alþjóðleg FIS mót í Gaala (Noregi) og Idre (Svíþjóð). Allt okkar landsliðsfólk í skíðagöngu tók þátt á þeim, fyrir utan Snorra Einarsson sem tók þátt í heimsbikar í Ruka.
Kristrún Guðnadóttir, B-landsliðs kona í skíðagöngu, átti heldur betur frábæra helgi á mótunum í Gaala. Keppt var á þremur mótum, í gær var sprettganga og í dag og föstudag var keppt í lengri vegalengdum. Kristrún stórbætti stöðu sína á heimslista með úrslitum úr öllum mótum. Í lengri vegalendum gerði hún 122.21 FIS stig en er með 176.02 FIS stig og í spretti gerði hún 98.99 FIS stig en er með 148.32 FIS stig. Þannig að hún er að bæta sig um ca. 50 FIS stig í hvorri grein. Einnig var hún einungis 2.21 FIS stigum frá því að tryggja sig inná allar keppnir á HM fullorðinna en til þess þarf að skora eitt mót undir 120 FIS stigum í lengri vegalengdum.
Úrslit helgarinnar frá Gaala, Noregur
Föstudagur 23.nóv - 10 km frjáls aðferð
45.sæti Kristrún Guðnadóttir 155.63 FIS stig (bæting á heimslista)
Laugardagur 24. nóv - 1,5 km sprettur, frjáls aðferð
18.sæti Kristrún Guðnadóttir 98.99 FIS stig (bæting á heimslista)
89.sæti Isak Stianson Pedersen 148.78 FIS stig
Sunnudagur 25.nóv - 10 km hefðbundin aðferð
37.sæti Kristrún Guðnadóttir 122.21 FIS stig (bæting á heimslista)
160.sæti Isak Stianson Pedersen
Hér má finna öll úrslit frá Gaala.
Úrslit helgarinnar frá Idre, Svíþjóð
Laugardagur 24.nóv - 1,2 km sprettur, frjáls aðferð
77.sæti Dagur Benediktsson 195.28 FIS stig (bæting á heimslista)
94.sæti Albert Jónsson 238.85 FIS stig (bæting á heimslista)
Sunnudagur 25.nóv - 15 km frjáls aðferð
70.sæti Albert Jónsson 128.48 FIS stig (bæting á heimslista)
94.sæti Dagur Benediktsson 155.04 FIS stig
Hér má finna öll úrslit frá Idre.