Um helgina tók íslenskt landsliðsfólk í skíðagöngu þátt á alþjóðlegum FIS mótum í Seefeld, Austurríki. Keppt var í sprettgöngu á laugardeginum sem var jafnframt landsmót í sprettgöngu í Austurríki. Á sunnudeginum var hefðbundið alþjóðlegt FIS mót og var það í 5/10 km göngu með hefðbundinni aðferð.
Þrír keppendur komust í lokaúrslit í sprettgöngu ásamt því að nokkrar bætingar voru á heimslista.
Laugardagur 14.des - Sprettganga C
Konur
25.sæti (undankeppni) - Kristrún Guðnadóttir (168.88 FIS stig) - 20.sæti í lokaúrslitum
50.sæti (undankeppni) - Anna María Daníelsdóttir (357.86 FIS stig - bæting á heimslista)
Karlar
11.sæti (undankeppni) - Isak Stianson Pedersen (151.61 FIS stig) - 18.sæti í lokaúrslitum
26.sæti (undankeppni) - Dagur Benediktsson (189.47 FIS stig) - 23.sæti í lokaúrslitum
67.sæti (undankeppni) - Albert Jónsson (268.09 FIS stig)
Sunnudagur 15.des - 5/10 km C
Konur
46.sæti - Kristrún Guðnadóttir (157.35 FIS stig)
77.sæti - Anna María Daníelsdóttir (295.03 FIS stig)
Karlar
32.sæti - Albert Jónsson (112.42 FIS stig - bæting á heimslista)
44.sæti - Isak Stianson Pedersen (123.05 FIS stig - bæting á heimslista)
75.sæti - Dagur Benediktsson (155.04 FIS stig)
Öll úrslit má sjá hér.