Um þessar mundir er A-landslið Íslands í skíðagöngu við æfingar í Muonio í Finnlandi. Æfingar hjá liðinu hafa gengið virkilega vel að undanförnu og er liðið í góðu formi. Reiknað er með að allir taki þátt í sínu fyrsta móti á morgun nema Snorri Einarsson sem er að jafna sig eftir hæðarþjálfun sem hann hefur verið í undanfarnar þrjár vikur. Um er að ræða hefðbundið FIS mót og eru 144 konur og 241 karlar skráðir til leiks. Margir sterkir keppendur eru skráðir, sumir með mikla reynslu úr heimsbikar og því má búast við hörku móti.
Dagskrá mótsins
Föstudagur 10.nóv - 1,4 km sprettur, hefðbundin aðferð
Laugardagur 11.nóv - 5 km (kvk) og 10 km (kk), hefðbundin aðferð
Sunnudagur 12.nóv - 10 km (kvk og 15 km (kk), frjáls aðferð
Allar upplýsingar og úrslit má finna á heimasíðu FIS hér. Einnig verður hægt að sjá ráslista og úrslit á heimasíðu mótsins.