Dagana 11.-14. apríl hélt hluti af landsliðinu í alpagreinum til keppni á sterku FIS móti í Hafjell í Noregi.
Alls voru fimm íslenski keppendur með í mótinu, þrjár konur og tveir karlar. Fyrstu tvo dagana var keppt í stórsvigi og seinni tvo dagana í svigi. Bestum árangri íslensku keppendanna á mótunum náði Hólmfríður Dóra Friðgreirsdóttir sem náði að klára 3 af 4 mótum í 14., 15. og 26. sæti.
Úrslit allra íslensku keppendanna í mótunum í Hafjell:
11/4 - Stórsvig kvenna: María Finnbogadóttir og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náðu ekki að klára fyrri ferðina
11/4 - Stórsvig karla: Sturla Snær Snorrason náði ekki að klára seinni ferðina
12/4 - Stórsvig kvenna: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í 26. sæti og María Finnbogadóttir í 34. sæti
12/4 - Stórsvig karla: Sturla Snær Snorrason náði ekki að klára fyrri ferðina - Úrslit
13/4 - Svig kvenna: Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í 15. sæti, María Finnbogadóttir og Andrea Björk Birkisdóttir náðu ekki að klára seinni ferðina.
13/4 - Svig karla: Gísli Rafn Guðmundsson í 46. sæti, Sturla Snær Snorrason náði ekki að klára seinni ferðina
14/4 - Svig kvenna: Maria Finnbogadóttir í 14. sæti, Andrea Björk Birkisdóttir í 17. sæti, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir náði ekki að klára fyrri ferðina
14/4 - Svig karla: Gísli Rafn Guðmundsson og Sturla Snær Snorrason náðu ekki að klára fyrri ferðina
Úrslitin úr öllum mótunum má sjá nánar hér